Bolur úr afskurði

Þessi bolur er sniðinn úr afskurði eftir kjólasaum. Efnið var gallað þannig að prentun mynstursins stóðst ekki á nema eftir miðju efnisstrangans endilöngum. Kjólinn var því sniðinn úr miðjunni á sínum tíma. Afskurðurinn dugði í síðerma bol. Það er þó það samræmi í flíkinni að mynstrið er alls staðar bjagað sem er vissulega sjarmerandi á sinn hátt. Þetta framtak flokkast undir hagsýni og nýtri. Í stað þess að falda hálsmál og ermar saumaði ég efnisræmu niður með jöðrunum. Það brotnar upp á ræmuna af sjálfu sér svo hún gefur bolnum örlítið sérkenni. Bolurinn er ófaldaður neðst. Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að faldurinn rakni upp því svona prjónajersey heldur sér ágætlega sjálft. Til að tryggja saumana á loksaumnum fór ég ofan í þá með nokkrum sporum í heimilissaumavélinni.

Bolur úr afskurði - Ólöf I. DavíðsdóttirBolur úr afskurði - Ólöf I. Davíðsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband