15.8.2011 | 10:24
Randalína
Næstu heilabrot snúast um hvernig stinga skuli þetta littla stykki, "Randalína". Þar verður tvinninn og mynstrið í aðalhlutverki, stungan á að sjást og njóta sín. Ég ætla að nota sprengdan rayon/viscose tvinna í stunguna. Það mun líklega reynast þrautin þyngri því rayon tvinni trosnar mjög auðveldlega við vélstungu. Trixið felst því í tiltölulega "stuttum" stunguformum sem auðvelt er að stoppa í og byrja upp á nýtt, klippa framan að nálarþræðinum og þræða vélina aftur áður en næsta form er tekið. Ég hef verið að æfa mig að stinga á Juki vélinni. Hún er eins og spíttbátur miðað við heimilissaumavél svo það er öllu erfiðara að vinna við hana standandi en Pfaff vélina mína.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.