Færsluflokkur: Bloggar
13.11.2007 | 14:32
Súrsætir sigrar
Þeir eru athyglisverðir sumir áfangasigrarnir í kvennabaráttunni, eiginlega súrsætir fremur en sykursætir. Fyrir vikið hafa þeir bragðkarakter og eru tilefni til enn frekari umræðu og úrbóta. Þó ögn lengra sé síðan konur fóru að vígjast til prestsembætta á Íslandi er það ósköp lítið brot af 2000 ára sögu kirkjunnar. Í þeim samanburði eru hlutirnir að gerast of hægt. Við höfum ekki enn fengið kvenbiskup á Íslandi og höfum þó þrjú slík embætti.
Hið sæta er að konurnar eru að vígjast til jafns á við karla í Bretlandi.
Hið súra er að konurnar eru enn í sjálfboðastörfum. Aðeins hluti þeirra fær launaða stöðu og þá sem aðstoðarprestar. Hinar vinna kauplaust. 128 karlar fengu fulla vinnu og 95 konur.
Þær hafa sama titil og karlar í launuðum störfum, þær vinna sömu vinnu og karlar í launuðum störfum. En þær fá ekki að hafa framfærslu af því. Af hverju er enn litið á kvennastörf sem afþreyingu?
Guðfræðingurinn Ann Belford Ulanov segir í bók sinni "The healing imagination" að ógnin stafi af því að konur geti nú ekki aðeins gefið af sér líf heldur líka alið önn fyrir því. Framfærslan hefur um aldir verið á hendi karla og þegar valdinu sem í því felst að aðrir séu þeim háðir um viðhald þess lífs er ógnað af jafnburðum verður að meina hinum aðgang að því. Þess vegna fá konur ekki jafnlaunuð störf eða laun yfirhöfuð.
![]() |
Fleiri konur en karlar vígjast til prests í Bretlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2007 | 22:26
Smart nart
Mér er sagt að sem smábarn hafi mér þótt Síríuslengjur besta sælgæti sem ég fékk. Þegar afi og amma heimsóttu okkur á kvöldin og ég komin inn í rúm, læddist afi inn í svefnherbergi og dró bréfpoka með Síríuslengju upp úr jakkavasanum. Hann braut af smáan bita og stakk upp í mig gegn betri vitund því honum hafði verið bannað að gefa mér sælgæti eftir háttatíma. Ég var nú ekki klókari vitorðsmaður en svo að ég tók alltaf molann út úr mér og saug hann úr lófanum. Ekki einasta varð ég öll krímug af súkkulaðinu heldur klíndist það í náttfötin og rúmfötin. Það þýddi ekkert fyrir afa að þræta þegar að var komið.
Hann brá því á það ráð að koma með Smarties í staðinn því sykurhjúpað súkkulaði hlaut að skilja eftir sig minni ummerki. Í þá daga var Smarties fullt að bráðhættulegum litarefnum en það vissi enginn þá nema minn innri leiðsögumaður sem hefur sennilega lagt mér orð í munn er ég hvæsti á hinn ráðagóða afa minn: "É ill ekki mattís".
![]() |
Gamalt súkkulaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2007 | 11:41
Með góðra manna hjálp
Ég minnist annarrar sögu af þakferðum er rúmfastur maður vildi leita sér lækninga. Það voru svo langir biðlistar eftir bæklunaraðgerð að vinir hans tróðu honum framfyrir með því að bera hann upp á þak, rjúfa það og láta hann síga niður á börum. Hann fór ekki erindisleysu og gekk út á tveim jafnfljótum. Eins og aðrir öryrkjar var hann átalinn fyrir að taka ábyrgð á sjálfum sér. Þá voru nú engar bótagreiðslur nema ölmusur en brot hans fólst í að taka börurnar undir handlegginn á leiðinni út og rjúfa með því hvíldarákvæði.
Svona er að vera hafa verið veikur og komast á fætur í óþökk kerfisins.
Og hvað kemur þetta fréttinni við? Mest lítið, bara hugdetta.
![]() |
Reyndu að komast inn á skemmtistað af þaki hans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2007 | 12:09
Basl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)