Fréttir

Þetta er fréttafærsla af mínum málum á nýju ári.

Ég er alkomin heim frá Bandaríkjunum. Náminu lýk ég heiman frá mér í fjarnámi og verð mér um leið úti um nokkrar einingar hér sem fluttar verða yfir á skólann í Bandaríkjunum til útskriftar. Með því að skipuleggja námið með þessum hætti komst ég fyrr heim til mín í faðm fjölskyldunnar. Einnig spara ég umtalsverðar upphæðir í skólagjöldum, húsaleigu, uppihaldi og ferðum. Þar munar um minna því við efnahagshrunið hækkaði námskostnaður minn um 50%. Það er ófyrirséð blóðtaka sem venjuleg fjölskylda ræður illa við.

Framundan er að skrifa meistaraprófsritgerðina mína þar sem sjónum verður beint að list og hirðisþjónustu á fræðasviði kennimannlegrar guðfræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár, Ólöf, og velkomin heim! Takk fyrir kveðjuna á blogginu mínu.

Hellen Sigurbjörg Helgadóttir (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 17:59

2 identicon

Velkomin heim og gleðilegt ár. Það verður bylting í lífi þínu að vera komin heim og vonandi verður það góð og uppbyggileg bylting.

Ég óttast svo oft að hversdagsleikinn fari alveg með mann en svo þráir maður ekkert meira en jafnvægið sem er galdurinn við hið hversdagslega líf. Ég get andað léttar á mánudaginn 4. janúar!! Vona að fráhvarfseinkennin verði ekki of mikil hjá þér við heimkomuna. Þá er bara að drífa sig á kaffihús saman!!

Ragnheiður Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 23:12

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Velkomin tilbaka til Íslands  :)    Gott að vita að góðu fólki þar!  :)

Baldur Gautur Baldursson, 4.1.2010 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband