10.12.2009 | 00:04
„Raddir jarðar“
Veggteppið, "Raddir jarðar", er tilbúið. Viðfangsefni þess er þjóðarmorð. Ég gerði það sem hluta af lokaverkefni mínu í námskeiði um trúfræði mannréttinda núna á haustönninni. Titill verksins á ensku er "Voices of the Earth".
Hugsunin er sú að þjóðarmorð brýtur niður samfélagið með voðaverkum og með þögn. Viðbrögð okkar eiga að einkennast af vitnisburði um veruleikann og sannleikann til að standa gegn tilburðum til þjóðarmorð. Ef voðaverkin hafa átt sér stað þurfum við að vitna áfram um líf þeirra sem féllu, halda á lofti virði þeirra sem manneskja og kenna um mannskilning og heimsmynd sem líður ekki tilburði til útrýmingar og kúgunar.
Athugasemdir
Til hamingju með þetta, Ólöf! Mér finnst teppið koma hugsuninni á bak við mjög vel til skila, það er myndrænt og lýsandi.
Hellen Sigurbjörg Helgadóttir (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 22:04
Ég var að kíkja á bakgrunn verksins sem þú birtir 25.10. Mér finnst mikil breyting hafa orðið á því - trúi varla að þetta sé sama verk. En ekki skrökvar þú! Hrunið á hægri hliðinn finnst mér tala mjög sterkt.
Ragnheiður Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.