Sköpun byggir ekki á eyðileggingu

Sem skapandi listakona fullyrði ég að sköpun byggir ekki á eyðileggingu heldur umbreytingu. Að segja svona eins og ráðherrann gerir er yfirklór og göfgun á ranglæti. Staðreyndin er sú að það er akkúrat ekkert verið að byggja neitt upp í kjölfar hrunsins heldur verið að eyða því sem þó er enn  til.

Þegar ég geri veggteppi tek ég ekki hráefnið og brenni að til ösku. Ég klippi og sker það vissulega en það er ekki eyðilegging heldur umbreyting. Það er mikill misskilningur á eðli efnisheimsins að halda að hlutir hverfi og hætti að vera til. Spilling efnahagskerfis er enn til staðar, fákunnátta ráðamanna er enn við lýði og það virðist ekki skipta máli hver er við stjórnvölinn. Spilling og fákunnátta voru ekki eyðilögð við hrunið. Spilling og fákunnátta verða alltaf til. Í stað þess að afneita því ætti að gangast við ábyrgð og láta þau sem ollu skemmdunum axla ábyrgð. Svo á bara ekkert að leyfa þessu fólki að halda skærunum til að klippa til sín bútasaumteppi.


mbl.is Skapandi eyðilegging hrunsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

En við höfum engan annan valkost en að halda áfram vonandi reynslunni ríkari

Finnur Bárðarson, 21.11.2009 kl. 17:00

2 identicon

Þetta er ágæt líking. Maður getur haldið í vonina en það virðist samt ekkert breytast og alltaf að koma upp nýja svika mál og kröfur frá toppum í bönkum að fá milljarða bónus á laun vegna GÓÐRAR FRAMMISTÖÐU!! Heiðarleikinn frá þjóðfundinum þyrfti að vera í umræðunni.

Flott listaverk í fyrri skrifum þínum. Kveðja með kaldri norðan átt úr Háborginn við Laugaveg.

Ragnheiður Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband