23.8.2009 | 16:02
Er heil brú í heilfæði?
Þetta er búðin sem vildi ekki styggja viðskipavini sína og hætti því að kynna íslenskar vörur sem þar eru seldar þegar Íslendingar hófu hvalveiðar að nýju. Sölu var þó ekki hætt því þessar vörur seljast víst ágætlega og það eru ekki bara Íslendingar sem kaupa þær. Þar hef ég rekist á smjör, osta, skyr, súkkulaði og vatn frá Íslandi auk þess sem búðakeðjan ætlaði í skipulagða markaðssetningu á íslenskum silungi í vor en hætti við vegna þess að við hófum hvalveiðar að nýju.
En nú skil ég af hverju 4 lögreglumenn voru á bílastæði Whole Foods í Bethesda í gær að segja fólki til í hvaða stæði það skyldi leggja. Ég hélt að kannski væri von á frú Obama í helgarinnkaupin. Mér fannst það mikill lúxus að þurfa ekki að leita að stæði en fannst það ofþjónusta að fá vopnaða lögreglumenn í verkefni sem illa sofnir unglingar í netvestum sinna með hangandi hendi við Kringluna heima um jólin.
Viðskiptavinir mótmæla forstjóranum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.