21.8.2009 | 22:44
Stúdentamatur
Nú er um að gera að borða það sem átekið er í ísskápnum. Mig langaði í eitthvað verulega gott í kvöldmatinn því ég hef verið að horfa á túrbó kokkinn Gordon Ramsey elda hvern gómsætan réttinn á fætur öðrum í veitingahúsum sem hann veitti yfirhalningu. Ég rölti upp í eldhús enda búin að afþýða ísskápinn minn, þrífa hann og bera upp að útidyrum. Ég smalaði ýmsu á salatdisk á meðan ég lét mig dreyma um hágæðaeldamennsku. Salatið reyndist ekki sem verst en öllu verra var að þegar ég var hálfnuð með það kemur á daginn að veitingahúsið sem Gordon er í akkúrat núna er undirlagt af kakkalökkum, flugum og rotnandi mat. Ég lét því restina að salatinu bíða fram að næstu auglýsingum og skóflaði restinni í mig á meðan ég horfði á tryggingasala banna börnum að leika sér því dót væri hættulegt og ótryggt.
Salatið góða er Baby Aragula, túnfiskur, paprika, tómatur, sterkur ostur, afgangur af pönnubrösuðum karftöflum með lauk og loks gráðaostasósa með. Mér varð að góðu.
Athugasemdir
Ojj hvað þetta er fínt... Flott að vera stúdent! :)
Baldur Gautur Baldursson, 22.8.2009 kl. 08:36
innlitskvitt
Sigrún Óskars, 23.8.2009 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.