Afmæli og andmæli

Potbelly samlokaUnglingurinn á afmæli í dag, 16 ára strákurinn. Klár og flottur strákur, eins og stóri bróðir hans. Ég er fjarri góðu gamni fjölskyldunnar sem fór út að borða og í bíó. Í tilefni dagsins fór ég því á uppáhalds samlokustað afmælisbarnsins, Potbelly, og fékk mér ítalska samloku í hádegismat.Mótmæli í DC

Tilefni ferðarinnar var að fara á Corcoran listasafnið. Ég hef verið að draga það að fara þangað til að eiga eitthvað eftir enda að verða búin með leiðsögubókina. Safnið reyndist lokað í dag svo það býður betri tíma. Á leiðinni gekk ég fram á mótmælendur sem höfðu uppi andóf vegna meðferðar Tyrkja á kristnum Koptum. Þegar ég kom til baka síðar hafði hópurinn verið leystur upp og um 15 lögreglumenn vörðu hornið. Þetta var á næsta götuhorni við Hvíta húsinu. Þar við er svæði sem mótmælendur hafa getað athafnað sig á óáreittir haldi þeir almannafrið svo ég giska á að þetta fólk hafi staðið fyrir óleyfilegum mótmælum utan andófsmarka. Þetta er flókið líf. Ég set hér inn stutt myndband sem ég tók af mótmælunum í dag svo þið fáið stemminguna beint í æð.



Mark Newport: Superhero Ég fór því í staðinn á Renwick galleríið sem þið sjáið hinu megin við mótmælendurna á myndbandinu. Þar stóð yfir smellin sýning listamannsins Mark Newport sem prjónar ofurhetjubúninga sem passa engum frekar en nokkur getur staðið undir þeim væntingum að vera ofurhetja. Hér er umfjöllun um aðra sýningu hans og þar eru margar góðar myndir. Þessi hluti færslunnar er tileinkaður Ragnheiði, vinkonu minni, sem hefur gaman af því að fara með mér á söfn í veraldarvefnum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband