16.8.2009 | 01:50
Útskrift og sætar sælustundir milli stríða
Nú hef ég lokið námi mínu á fyrsta stigi í klínískri sálgæslu (Level I CPE). Framan af hélt ég að þetta ætlaði engan endi að taka en þegar námskeiðið var hálfnað fór tíminn loks að líða. Þetta er vel meint og í því samhengi að framan af vorum við að taka inn svo mikið af nýjum upplýsingum og finna þeim stað í kommóðum hugans að við keyrðum mikið til í yfirdrifi. Þegar á leið fóru hlutirnir að raðast með minni fyrirhöfn þar sem við átti.
Í tilefni dagsins bauð ég kóreskum kunningjahjónum mínum í kvöldmat. Í dag fagnaði ég svo með sjálfri mér í túrístastemmingu í gamla borgarhluta Alexandria í Virgínufylki og sleit skósólunum fram eftir degi á King Street þar sem úir og grúir af smáverslunum og veitingastöðum í gömlum, fínlegum húsum.
Nú sit ég við sjónvarpið og horfi á kvikmyndina "The Edge" með Anthony Hopkins og Alec Baldwin í aðalhlutverkum. Rétt í þessu var Hopkins að draga Baldwin upp úr gryfju sem hann hrakti hann í og situr með skyndihjálparbók til að kynna sér hvernig hann eigi að loka slagæð sem rifnaði í sundur þegar trjágrein stakkst í gegnum annað lærið á Baldwin í fallinu. Áhorfendur fengu ekki að sjá aðgerðina því framleiðendur nýttu sér meðvitundarleysi Baldwin til að skilja okkur eftir í óminni. En rétt í því sem ég hef lokið við að skrifa þetta er Baldwin dauður um leið og björgunarþyrlan finnur þá félaga. Ég held að myndinni sé að ljúka - konan stendur á bryggjunni.
Framundan er svo skólasetning að nýju eftir 2 vikur.
Athugasemdir
Ég óska þér innilega til hamingju með áfangann, Ólöf! Það er kraftur í þér!
Hellen Sigurbjörg Helgadóttir (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.