Helgistund og bútasaumur

HelgidómurÍ morgun fór ég á helgistund hjá Unitarian Universalist söfnuði. Tilefni ferðarinnar var að sjá 7 bútasaumsveggteppi sem prýða veggi samkomusalarins. Þetta eru minningateppi um látna meðlimi safnaðarins. Á teppin eru bróderuð nöfn og í minningabókum sem fylgja teppunum geta ástvinir sett inn minningar og myndir sem fylgja verkunum. Upphafið að verkunum var teppi sem listakonan gerði til minningar um látna dóttur sína. Hin fylgdu svo í kjölfarið.

Nánari upplýsingar um veggteppin og myndir af þeim eru á heimasíðu safnaðarins.

Helgihaldið er frábrugðið því sem við eigum að venjast í lúterskri þjóðkirkju enda inntak og útfærsla önnur. Sem fyrirmynd af þvertrúarlegri samveru var stundin ánægjuleg og bjóðandi hverjum þeim sem elskar og metur það sem veröldin sameinar í okkur öllum. Einn söngvanna sem sunginn var er hér neðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldeilis flott að geta sameinað bútasaumskoðunarferð og guðsþjónustu!  Myndirnar eru mjög fallegar, og söngurinn líka!

Hellen Sigurbjörg Helgadóttir (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband