10.7.2009 | 01:29
Unglingar allra landa... hafið þið sameinast?
Ég gerði hagstæð bensínkaup í dag, keypti gallonið á 2,68 dollara. Tvekart tankur kostaði mig 1850 krónur. Hið íslenska, blæðandi bensínhjarta tók kipp af gleði yfir því að borga bara um 90 krónur fyrir lítrann þegar hann kostar tæpar 190 krónur heima á Fróni. Glöð kom ég heim í kot á frúarbílnum sem ég hef verið að nota af því að eigandinn er ekki að nota hann. Áðan kom unglingurinn í húsinu til mín og bað mig um lyklana að bíl móður sinnar og sagðist mundu skilja þá eftir á borðinu við útidyrnar. Gott og vel, ég hafði lagt bílnum fyrir bíl unglingsins sem komst hvorki lönd né strönd. Ég var bara fegin að þurfa ekki að fara út og færa bílinn. Svo þegar ég fór með hundinn út að labba sá ég að unglingurinn hafði einfaldlega skilið sinn bíl eftir heima og farið á bílnum "mínum" - á bensíninu mínu!
Athugasemdir
Oooo...! Hann hefur náttúrulega séð að það var nýbúið að fylla á tankinn og allt klárt! Núna kostar í kringum 8 þúsund að fylla tankinn á okkar bíl. Gaman að lesa bloggið þitt. Hafðu það gott!
Hellen Sigurbjörg Helgadóttir (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.