Líf og fjör

Smitsonian Folklife FestivalÞjóðháttahátíð Smithsonian stofnunarinnar stendur nú yfir, "Smithsonian Folklife Festival." Þetta árið var það handverkshefð Wales, sagnahefð afrísk-amerískra og tónlist Suður-Ameríku. Ég settist niður í tjaldi og hlustaði á konu segja sögur úr uppvexti sínum, hlustaði á tónlist frá Suður-Ameríku þar sem gestir tóku sporið og horfði einnig á djöfulinn dansa eins og í Venesúela. Svo rölti ég um ótalmörg tjöld með handverki frá Wales og átti skemmtilegt samtal við textíllistamann.

Eins og ég væri ekki þegar gengin upp að hnjám hélt ég áfram að ganga og kíkti við í Hirschorn listasafninu. Ég þarf að fara þangað aftur, óþreytt. Þar eru skúlptúrar og nútímalist. Eftir lokun eru svo listviðburðir fyrir utan. Ætli ég bíði ekki með það fram í september að sækja þá því það eru engar almenningssamgöngur á kvöldin hér í Útkjálkaholti.

Ég smellti af nokkrum myndum í dag.

Við Folklife FestivalFolklife FestivalFolklife Festival


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Þarna hefði verið gaman að vera! Bestu kveðjur frá okkur Heidi.
Matthías

Ár & síð, 28.6.2009 kl. 00:29

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Þetta hefur verið yndislega spennandi.

Sólveig Hannesdóttir, 2.7.2009 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband