27.6.2009 | 03:01
FICA
Í starfsnámi mínu á sjúkrahúsinu er til þess að ætlast að við framkvæmum svokallaða "andlega þarfagreiningu" - "spiritual assessment". Það hefur verið akkilesarhæll sálgæslufræðanna að þau hafa ekki sterkmótaða aðferðafræði frekar en guðfræði almennt. Þau módel sem stuðst hefur verið við eru tekin stundum nánast óstaðfærð úr öðrum fræðigreinum með orðfari sem hentar ekki tungutaki sálgæslufræðanna. Sem dæmi get ég nefnt að skráningarformið í tölvukerfi spitalans gerir ráð fyrir læknisfræðilegri nálgun og úrvinnslu sálgæslunnar. Það hentar illa en þar þó að taka tillit til svo fagfólk annarra greina sem ekki þekkja tungutak sálgæslufræða og guðfræði hvers konar geti skilið það sem fært er inn í sjúkrakrá. Skildi nokkur hvað ég var að segja.
Jæja, svona til að ég finni þetta aftur í stað þess að týna því í bókamerkjamöppu vefráparans mín set ég þessa slóð hér inn. Þetta er FICA módelið að andlegri þarfagreiningu. Hér eru frekari leiðbeiningar til hliðsjónar. Það er líka hægt að nota til sjálfsskoðunar. Hér eru svo minnismiðar til að hafa við höndina í viðtölum við sjúklinga og annars konar minnismiðar fyrir sjálfskönnun.
Mér lýst ágætlega á þessa útfærslu minnismiðanna sem er af þessari yfirlitssíðu um heilsugæslu fyrir einstaklinga með HIV smit.
FICA var þróað fyrir fagfólk heilbrigðisgreina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.