Hundakúnstir II

dog_walkerAlltaf má eiga von á að tilveran færi manni upp í hendur ný lærdómstækifæri og ávinninga. Ég fór í meistaranám í guðfræði og lærði að reima skóna mína upp á nýtt. Ég er í klínísku sálgæslunámi og læri að ala upp hund. Í augnablikinu er ég að kenna hundinum að hætta að gelta. Tíkin geltir svo sem ekki upp úr þurru en hún er hávær með eindæmum þegar hún geltir og það syngur í eyrunum á mér. Svo er þetta hvimleitt. Hún er búin að gegna mér þrisvar í röð með því að þagna. Ég var nokkuð hreykin af okkur báðum í gær úti þegar ámóta stór hundur kom á móti okkur handan götunnar. Ég gerði mig klára, stytti í ólinni og hélt þétt í. Mín stökk af stað og gelti. Ég rykkti á móti og gaf skipun. Og hvað haldið þið, kvikindið stoppaði og þagnaði. Hún stóð frosin eitt augnablik uns hún lét undan toginu og gekk aftur af stað með mér. Ég hef áður mætt smárakka með konu á hæð við mig í eftirdragi. Það líktist brimbrettareið, yfir blómabeð og í gegnum limgerði. Ég sá mig í anda og hét því að lenda aldrei í þessu.

Það má hugga sig við það að fái ég ekki vinnu að námi loknu get ég tekið að mér hundagæslu milli þess sem ég stimpla mig inn hjá vinnumiðluninni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband