Kaupæði í Vesturheimi

Anni Morris: Bad Hair DayÞað ku vera hægt að gera svo góð kaup í henni Ameríku. Íslendingar virðast flykkjast í mollur og átlett (ef marka má barnaland og bloggsíður) og virðast fátt annað finna sér til dundurs en kaupa aðskiljanlegasta óþarfa á ferðalögum. Óþarfa sem best má kaupa heima en veiðieðlið dregur okkur til að fanga með kreditkortinu á víðfeðmum gólffleti verslunarhúsa hinna bandarísku. Þegar ég fór í klippingu heima í hinu stutta sumarfríi mínu í maí sagði hárskerinn minn að svipast um eftir fagmannasjampóum í venjulegum búðum. Þau fengjust þar fyrir aðeins brot af því verði hársnyrtistofur heima selja þau á, þar með talin stofan sem ég fór á. Fagsjampó má ekki selja í almennum verslunum á Íslandi. Nú hampa ég hróðug lítrabrúsa af umfangsaukandi hársápu frá Broaer fyrir litla 8 dollara. Þetta nær sennilega að endast mér fram að fimmtugu ef vel er á haldið.

Myndin er eftir Anni Morris og er hægt að kaupa sem póstkort hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband