31.5.2009 | 14:49
Smátaska
Þessi smátaska, hálfgerður lausavasi, varð morgunverkið í dag. Ég byrjaði á henni í gær og ætlaði að vera enga stund. Engin stund er drjúgur tími. Fötin min eru mörg vasalaus og það verður ómögulegt að vinna þannig á spítalanum. Það þarf að stinga niður skrifblokk, penna og lyklum. Það hefði verið áhugavert að hafa þetta alvöru lausavasa í endurnýjun hefðarinnar en þar sem ég geng aldrei með belti þá varð að vera axlaról í staðinn. Vinnuna og afurðin má sjá á myndunum hér að neðan.
Athugasemdir
Þetta er flott taska, Ólöf, og alveg ekta ÞÚ!
Hellen Sigurbjörg Helgadóttir (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.