Tímans rás

Gleđilega hvítasunnuhátíđ!

Grettir hinn latiÍ stađ ţess ađ fyllast andanum í morgunsáriđ lá ég og dormađi ţangađ til ég gat ekki meir og hunskađist fram úr klukkan átta í morgun. Međ tebolla og hrökkbrauđ viđ rúmbríkin las ég morgunfréttinar og rakst ţar á ţessa grípandi grein um Svefnrof eftir Bergstein Sigurđsson. Ţar fćrir hann rök fyrir ţví ađ Íslendingar séu búnir ađ dorma samfellt frá árinu 1653.

Ţađ gerđist ýmislegt markvert ţađ ár:
Sćmundur Filippusarson settist í próventu hjá Ţorláki biskup.
Hamfarir urđu í Stóraflóđi (sjávarflóđ) á Eyrarbakka, Selvogi og Grindavík.
Nýja Amsterdam fékk borgarréttindi og hollensku landnemarnir hlóđu ţar varnarvegg sem gatan Wall Street dregur nafn sitt af.
Bygging holdsveikraspítala hófst á Íslandi og byggingu Taj Mahal á Indlandi lauk.
Oliver Cromwell var settur í embćtti.
Landnemar stofnuđu bćinn Dracut í Massachusetts.
Blaise Pascal skrifađi stćrđfrćđirit um ţríhyrninginn.

365 árum síđar sitt ég enn í náttfötunum undir sćng og blogga, nenni ekki á fćtur og eyđi dýrmćtum tíma sem mćtti verja til landvinninga og menningarafreka. Nćsta verkefni mitt er ađ bursta í mér tennurnar. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband