Persónurými

 

 

Þetta er merkilegt fyrir Bandaríkin þar sem persónurými (personal space) er tekið mjög alvarlega. Þetta friðhelga svæði sem segir til um hversu nálægt fólk megi koma er mjög stórt, sennilega hið stærsta í heiminum. Þess vegna væri forvitnilegt að vita hvers vegna unglingarnir hafa komið sér upp annars konar líkamssamskiptamynstri. Það er væri líka í takt viðforsjárhyggjuna að banna faðmlög af ætlaðri tillitssemi við þá sem eru ekki faðmaðir. Hin hliðin á þeim rökum er að unglingar sem ekki kæra sig um faðmlög séu ekki þvingaðir til þeirra.

En miklu eðlilegra væri uppfræðsla um virðingarrík líkamssamskipti og um góða snertingu. Líkaminn sem hefur verið markaðssettur grimmt í landi sölufræðanna er yndislegt fyrirbæri. Líkamanum á að beita til góðra verka. Það á ekki að nota hann til að faðma suma til að sýna öðrum útilokun. Það á ekki að nota líkama sinn til að láta öðrum líða illa í eigin skinni eða vegna eigin persónu. Ofbeldi og misbeiting eru líkamlegar aðgerðir sem eiga ekki að líðast og enn síður að tíðkast undir yfirvarpi notalegheita. Líklega er það það sem skólayfirvöld hafa áhyggjur af og með réttu. En það væri gagnlegra að bregðast við með uppfræðslu og að skapa umhverfi þar sem misbeiting hvers konar er ekki liðin.

Snerting var rædd á kynningardögum nýliða á sjúkrahúsinu mínu. Þar var rætt að snerting er óhjákvæmileg í starfi margra. Þar var einnig rætt hve mikilvæg snerting er og hvernig hægt sé að snerta á viðeigandi hátt, m.a. vegna þess að í sumum tilvikum telja heilbrigðisstarfsmenn að snerting sé það sem mest sé þörf á. Það var líka rætt um sjálfsákvörðunarrétt einstaklings til að þiggja eða hafna snertingu. Knúsararnir í hópnum sögðust oft lenda í vandræðum en virtust flestir líta svo á að það væri vandamál hinna sem þeir knúsa. Sessunautur minn á námskeiðinu sagðist lenda í enn meiri vandræðum því hann væri kyssari. Ég skellti upp úr og sagði: "Hugsið ykkur, ég þarf að vinna með honum."

Sjálf verð ég þó að segja eins og er að þrátt fyrir að koma frá landi sem iðkar miklu meiri snertingu og hefur þrengra persónurými en tíðkast í Bandaríkjunum almennt þá hefur mér oft verið brugðið af ágengni ókunnugs fólks gagnvart mínu persónurými. Hér hefur bráðókunnugt fólk vaðið að mér og knúsað mig og kreist undir því yfirskini að það væri að óska mér gleðilegra páska. Ég hafði aldrei séð það áður og vissi ekki einu sinni hvað það hét. Snerting er orðin mér dýrmætari nú þegar ég fær minna af henni,  aðkomumanneskja í ókunnu landi og einbúi í þokkabót. Það þýðir þó ekki að allt sé hey í harðindum.


mbl.is Knúsin tímatakmörkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu þar með að segja að þú styður þessar nýju asnalegu reglur ?

(Svona hlutir gerast bara í USA og Miðausturlöndum!)

birgir (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 12:37

2 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Nei. Hvernig getur þú lesið það út úr textanum mínum?

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 29.5.2009 kl. 12:41

3 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Takk fyrir þetta frábæra myndband. En Ólöf, hvar í veröldinni fékstu þá hugmynd um að það sé verið að banna faðmlög hér?  Það er algerlega út í hött.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 3.6.2009 kl. 13:55

4 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Ég sé nú að ein sögn þarf að standa í annarri sagnmynd svo það líti ekki út fyrir að ég sé að segja að það sé verið að banna eitthvað enda segir fréttin það ekki og ég ætli ekki að gera það. Strika í gegnum hana og endurrita í annarri mynd.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 3.6.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband