Einörð útsjónarsemi

Hafrar til hagræðisÞað er annað hvort að duga eða drepast í Ameríku. Hér í landi tækifæranna, einstaklingsframtaksins og einkaleyfanna liggur beinast við að redda sér og nota til þess það sem hendi er næst og hugsa ekki um það sem ekki fæst.

Það var þó ekki naglasúpa þetta skiptið heldur vinnuplata við saumavélina mína. Það var algjört basl að vattstinga á fríarminum eingöngu. Vélina keypti ég notaða og henni fylgdi ekki tilheyrandi vinnuplata og sennilega ekki hægt að kaupa hana eina og sér því þessi vélargerð er ekki framleidd lengur. Ég get vel skilið að hún hafi verið tekin úr framleiðslu. Mér hefur ekki gengið svona bölvanlega að fást við nokkra saumavél eins og þessa. Þegar þessir agnúar fóru að koma í ljós runnu á mig tvær grímur og hafði ég áhyggjur af að hafa keypt köttinn í sekknum. Þetta virðist þó allt vera að koma. Þar sem ljóst er að þessi vél er aðeins fyrir þá sem gefast ekki upp hef ég gefið henni nafnið "Einörð". Ég hef líka bakþanka um að gefa hana þegar ég fer einhverju þurfandi nemanda úti í listaskóla. Það gæti orðið til þess að vinda allan kjark úr greyinu sem yrði ekki öfundsverður af gjöfinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SM

sniðug lausn

SM, 27.4.2009 kl. 06:45

2 identicon

Sæl, Ólöf!  Rakst á bloggið þitt í vetur, og hef fylgst með lífinu þarna úti í Ameríku. Góð lausn hjá þér, greinilega skapandi hugsun hér á ferð! Þú hlýtur að sakna góðu vélarinnar sem bíður þín hér heima!  Gangi þér vel með verkið!!

Hellen S. Helgadóttir (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband