Halló! Er einhver heima?

Einu sinni hélt ég að ég gæti ekki orðið Ungfrú Alheimur af því að ég er bara 153 sentimetrar á hæð. En nú sýnist mér þurfa eitthvað það til að bera sem ég get ómögulega fundið í eigin ranni. Þessi ummæli toppa alla þá skömm sem fegurðarkeppnir hafa á sér í huga sumra sem gripasýning. Ég hef ekki þá trú að nokkur önnur sem verið hefur handhafi titilsins léti sér koma til hugar að falla í stafi yfir hermannabar og baðströnd illræmdustu fangabúða vestræns réttarríkis. Hún hefði þá sennilega viljað setjast að í Gúlaginu.
mbl.is Ungfrú alheimur hrifin af Guantánamo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ef að þessi ummæli eru rétt eftir haft.....er þessi fegurðardrottning til háborinnar skammar.  Niður með þessar gripasýningar sem heita víst fegurðarsamkeppnir.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 31.3.2009 kl. 20:17

2 identicon

Hvaða hvaða, hún sagði ekkert að fangabúðirnar væru af hinu góða, bara að umhverfið í kring væri fallegt og róandi. 

Björn (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 21:23

3 Smámynd: Bjartmar Oddur Þ Alexandersson

Því miður er þessi frétt villandi þar sem þessi staður er risastór herstöð sem hefur verið þarna frá því á 19 öld. Fangabúðirnar eru eingöngu smár partur af herstöðinni.

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson, 31.3.2009 kl. 21:24

4 identicon

Ég hef aldrei getað skilið það hvað fær ungar stúlkur til að stipplast á nærfötum fyrir framan fullt af fólki. Mér finnst það alltaf jafn furðulegt, hvers vegna vill einhver labba fyrir framan einhver og láta skoða sig eins og hund á hunda sýningu? Ég gleymi því ekki í einhverjum dýralífsþætti á Skjá 1 þá var viðtal við Aönnu Birnu fegurðardrottningu sem var við þetta tækifæri að sýna hundinn sinn. Þulurinn spurði hana hvort hún hefði sett hundinn á sýningu, en þá svaraði Anna Birna ,,nei veistu ég vill ekki láta tíkina á sýningu, af því ég vill að hún haldi sínum karakter" Ég sprakk úr hlátri, svo fer hún sjálf og sýnir sjálfa sig, ætli hún hafi ekkert tapað karakternum sínum á þessum fegurðarsýningum öllum?

Valsól (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 21:48

5 identicon

Öll ljós kvekt en engin heima?

pjakkurinn (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:03

6 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Hún er svo rugluð að hún gæti verið Femínisti.

Ekki spurja mig af hverju......

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 1.4.2009 kl. 01:20

7 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Billegur fréttaflutningur.

Sólveig Hannesdóttir, 1.4.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband