31.3.2009 | 12:56
Reglugerðarrækni
Þetta er yndisleg frétt um sandkassapólitík í hnotskurn. Ég get svo sem skilið að hver skuli hafa sitt klósett því það er gríðarlegur kostnaður samfara útskilnaði geimfara. Þó hefði ég haldið að hann jafnaðist út í birgðahaldinu. En þetta með þrekhjólið gengur fram af mér. Það minnir mig á leik okkar krakkanna sem tókum frá rólu með því að setja í hana stein og segja að heilagur andi væri í rólunni. Við áttum það öll til að setjast í rólu og halda henni bara til að vera leiðinleg svo annar gæti ekki rólað, jafnvel þó við værum löngu búin að missa áhugann á því að róla. Svo þegar við þurftum að taka okkur pásu frá tíkarskapnum þá var settur steinn í róluna.
Hér í landi kanverskra er mikil virðing borin fyrir reglugerðum. Kannski er lögum ekki sýndur alveg jafnmikill sómi. En reglugerðir, þær eru ófrávíkjanlegar. Ég þurfti að undirrita skjal til að komast í vettvangsferð með listasögukúrsinum. Skjalið undanskilur American University allri ábyrgð ef eitthvað skyldi koma fyrir í ferðinni. Samt þarf ég að koma mér sjálf á milli staða. Það er eins gott að mér verði ekki bannað að pissa í klósettin þar í skólanum í frímínútum þar sem ég borga bara fyrir einn kúrs og það á lægra gjaldi en nemar í fullu námi þar sem ég er skráð í gegnum skólann minn.
Ósætti í geimnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.