8.3.2009 | 14:41
Þvottavélin hefur engu breytt...
...ef þvottar eru enn á ábyrgð kvenna.
...ef þvottavélar eru svo dýrar að efnalitlar konur hafa ekki ráð á þeim.
...ef þvottavélar eru enn auglýstar með súperkonum sem flögra milli glansandi heimilistækja.
...ef það er ekki sjálfsagt fyrir hinn sjálfstæða karlmann að nota þvottavél.
Þvottavélin frelsaði konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er mjög sammála Vatíkaninu í þessu. Horfum á þetta eins og þetta er:
Fyrir þvottavélina: Konur drölsuðust með þvottinn langar leiðir til að skrúbba hann upp úr vatni í einhversstaðar við mjög lélegar aðstæður. Þetta var mjög erfitt og tók mjög langan tíma.
Eftir þvottavélina: Konur (og nú karlar líka) henda þvottinum í þvottavél og fara síðan að gera eitthvað annað næsta klukkutímann.
Ég held að það sé augljóst að þvottavélin hefur gefið konum mun meiri tíma fyrir gáfulega hluti og gefið þeim meira frelsi.
Gunnar Sturla (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 16:55
Fyrir það fyrsta finnst mér mjög gáfulegt að þvo þvott.
Það var ekki þvottavélum að þakka að hætt var að dröslast með þvott langar leiðir heldur vegna þess að það var ekki vatnsveita og hitaveita heima við.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 8.3.2009 kl. 17:24
:) Kvitta mig inn! Góður pistill! Ég elska að þvo og strauja, þetta er eins og "kaþarsis"!
Baldur Gautur Baldursson, 9.3.2009 kl. 08:51
Tek undir með Baldri Gauta En ljómandi er þetta góð maskína sem þú birti.
Sólveig Hannesdóttir, 12.3.2009 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.