Draumaprinsinn

DraumaprinsinnDraumaprinsinn kom á föstudagskvöldið. Þetta er verksmiðjuframleitt rakatæki. Þessi týpa er vinsæl til gjafa í barnadembum. Það býr yfir þeim ótvíræða kosti að það heyrist nánast ekki neitt í græjunni. Kvefið hefur varað en ég er ekki frá því að eftir að ég gat hækkað rakastigið inni í herberginu mínu þá sé það sá staður í húsinu þar sem ég hósta minnst. Það hefur verið kalt á nóttunni núna um helgina enda hefur hitinn úti hækkað á daginn og þá slokknar sjálfvirkt á kyndingunni. Það skiptir engu þó útihitinn fari niður fyrir frostmark á næturna, hitinn inni fer ekki í gang. Í fyrrinótt fór ég í aukabol undir náttfötin en það dugði ekki til. Svo í nótt svaf ég í ullarsokkum líka og breiddi teppi yfir sængina mína. Ég svaf líka miklu betur og vaknaði ekki um miðja nótt með frostbitið nef.

Áfram verður heitt á daginn, við 15°C, fram eftir vikunni en mun kaldara á nóttunni. Svo það er ekki séð fyrir endann á snjóhúsalífsstíl mínum. Baldur bloggvinur  sendi mér skilaboð og sagði alþjóðlega tilraun á kuldaþoli nemenda á stúdentagörðum vera í gangi. Ég vona að niðurstöðu megi vænta á morgun svo þessum tortúrum linni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varstu ekki send til USA í þurrkun? Allavega man ég eftir Freeport fólkinu sem fór verulega blautt út en kom þurrt heim!

ragnheiður sverrisdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband