Rakatæki

Heimatilbúið rakatækiLoftið er afar þurrt hér núna, 34%, sem kemur illa út fyrir kvefaða námsmenn. Ég var að setja upp mitt eigið, heimatilbúna rakatæki. Stofnkostnaður var enginn enda efnið endurunnið og rekstrarkostnaður inni í húsaleigunni minni, þ.e. pappír fyrir uppsogið framan af almenningsbaðherberginu. Til að gæta alls hreinlætis skipti ég svo út pappírnum á morgun og þríf vatnsbakkann.

Ég held að ég sé í röngu fagi. Það er týpískt fyrir guðfræðinám að við "gerum" lítið. Við hugsum voða mikið og tölum líka svolítið (sem er þó afar mikið eftir kennurum sem þurfa mismikið að tala sjálfir). Við búum lítið til af "dóti" og eins og kirkjum er oft legið á hálsi - við breytum ekkert svo miklu heldur. Ég held að hvaða verk- eða tæknifræðingur væri hreykinn af sjálfum sér fyrir svona uppátæki.

Hitinn úti er nú loks kominn yfir frostmark, hangi í fimm gráðum svo kannski ætti ég að láta mig hafa það að þvælast yfir borgina þvera eftir alvöru rakatæki sem vonandi afkastar meiru en þetta. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er snilldar aðferð.

Snorri Halldórsson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband