5.2.2009 | 01:24
Meira úr Jobsbók
Ný færsla um Jobsbók er komin inn á glósuvefinn minn. Hér er það David J. A. Clines með pistilinn "A brief explanation of Job 1-3".
Hér eru listaverk sem fást við Jobsbók eftir Oldřich Kulhánek frá Prag í Tékklandi.
Athugasemdir
Flottur texti hjá þér á blogginu www.jobsbok.blogspot.com . Mér fannst eins og kolateikningarnar (held ég að þetta sé) fangi svartnættið sem Job finnur sig í í upphafi t.d. þriðja kafla Jobsbókar. "Farist sá dagur, sem ég fæddist á og nóttin sem sagði: Sveinbarn er fætt. Sá dagur verði að myrkri, Guð á hæðum spyrji ekki eftir honum, engin dagsbirta ljómi yfir honum. Myrkur og niðdimma heimti hann aftur, skýflókar leggist um hann, dagmyrkvar skelfi hann." Þessi texti fangar svo ótrúlega vel allnætti líðandans, þess sem er sekur fundinn, - að hann vill hverfa bak ösku og eyðingar og farast. Að tilvera hans sé minna virði en fjórðungshluts af sandkorni eyðimarkar. Uppgjöfin er alger!
Flottur texti sem þú skrifar. Bíð spenntur eftir meiru. :)
Ps. mér finnst Jobsbók gefa hinum hálfsúrrealísku og fantasíumyndum Odds Nerdrum líf. Mér finnst eins og þær segi söguna eftir þriðju heimstyrjöldina. Rétt eins og birtist mann i bók P.C. Jersild "Efter floden" - lífið eftir dauðahnykki jarðar - þegar enginn vildi lifa en margir lifðu samt og þá fyrir hvað? úfff hvílíkar fimmtudagspælingar!
Baldur Gautur Baldursson, 5.2.2009 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.