Lokað vegna veðurs

Snjór í DíSíÞað er búið að loka skólanum vegna veðurs og allir tímar eftir hádegi því verið felldir niður. Úti er tveggja sentimetra snjólag. Spáin hljóðar upp á allt að 10 sentimetra snjó eftir daginn. Það er eins gott að vera ekki veðurhræddur hérna. Ætli ég fari ekki bara í göngutúr í allri ófærðinni og býsnist yfir snjóalögum.

Krakkarnir sátu frammi í eldhúsi á náttfötum og nærbrókum í morgun og vonuðust eftir því að þurfa ekki að klæða sig. Þau töluðu um það með stjörnur í augunum að kannski félli kennsla niður í dag. Þá var bara snjóföl úti. Ég er ekkert hress með það enda kosta námskeiðin offjár og tímar sem falla niður þýða bara aukið vinnuálag. Íslenska vinnusiðferðið er upp á sitt besta vestan Atlantsála enda íslenskir námsmenn erlendis hin besta landkynning.

Síðar sama dag: 

Nú er ég búin að bæta við nokkrum ljósmyndum héðan úr vetrarríki sem ég tók í glannafenginni gönguför minni í kafaldinu. Efst er Wesley garmurinn í sjóræningjagervi, þá skólabyggingar með matsal til vinstri og heimavistinni minni til hægri. Loks er mynd af runna í snjóham.

Wesley sjóræningi Wesley kampurSnjórunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg dásamlegt!  Hér er líka snjór, hundslappadrífa en ekki frí í skólum!

ragnheiður sverrisdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband