1. Mósebók 1:3-4

Og það varð ljósHér má sjá skapandi úrvinnslu mínua á námskeiðinu "Art as Worship, Worship as Art". Við fengum í hendurnar límstifti, svart blað og hvítt blað en engin verkfæri önnur og fengum svo 15 mínútur til að fanga þetta augnablik frásagnarinnar um tilurð ljóssins við sköpun heimsins. Mitt stykki er "aðgerðapakki" - samanbrotið svart blað og þegar það er opnað brýst ljósið fram.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Deborah Sokolov. Kennslubækurnar eru:

Don Saliers, Worship Come to its Senses

Timothy Beal, Roadside Religion

David Morgan, The Sacred Gaze

Robin Jensen, The Substance of Things Seen

Námsmatið byggir á vinnu nemenda allt námskeiðið. Skila þarf skriflegum viðbrögðum við lestri í hverri einust viku og gildir það 30% af einkunn. Þátttaka í kennslustundum er 30% af einkunn svo fólki er betra að mæta og leggja sitt af mörkum. Loks gildir lokaverkefni (listaverk) ásamt vinnubók um tilurð þess sem halda á allt námskeiðið 40%. Það verður ekki lokapróf en mikið held ég að við verðum fegin þegar þessu er lokið.

Bókarhöfundurinn Don Saliers ku hafa umbylt helgihaldi Meþódista hér í landi og þessi bók er algjör grundvöllur náms um tilbeiðslu þar sem hún skýrir litúrgíuna sem listform. Bókin er sögð aðgengileg til lestrar fyrir hvern sem er og mælti kennari með henni fyrir safnaðarfræðslu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Stórgott. Hvílík fín hugmynd! Þetta var nú alveg klikkað fyndið og innihaldsríkt í þokkabót.  Takk fyrir að sýna okkur og lofa okkur að vera með!  :)

Baldur Gautur Baldursson, 27.1.2009 kl. 07:13

2 identicon

Ég leit fyrst á listaverkið áður en ég las textann og"fílaði" það. Skýringin lyfti því svo á hærra plan. ...Hærra minn Guð til þín...

ragnheiður sverrisdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband