Klukk, þú ert hann!

Köttur og fiskurEr fólki alvara með því að vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið? Við höfum verið sjálfstæð þjóð skemur en eina mannsævi og vitum sennilega lítið enn hvað það þýðir og hvað það útheimtir. Ég get svo sem skilið að ríki finni hjá sér þörf fyrir hernaðarbandalög þó ekki sé ég endilega sammála slíku brambolti fremur en hernaði yfirleitt. Reglugerðarríkjasamruni er það síðasta sem við þurfum. Að ganga til slíkra samninga af þeim veikleika sem nú háir íslenska ríkinu getur ekki orðið annað en fjandsamlega yfirtaka (ef fólk skilur það orð betur en orðið kúgun). Evróputilskipanir verða einokunarverslun 21. aldarinnar. Ísland sem nýlenda? Nei, takk!
mbl.is ESB-listaverkið Entropa reyndist gabb
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Evrópusambandið er eins og USA.
USA er gott dæmi um það hvernig miðstjórnin er farin að ráða of miklu og ríkin innan sambandsins eru farin að missa meiri og meiri völd til Washington D.C.

Gunni (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 15:52

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Það væri mesta þjóðarógæfa ef Ísland drægist inn í Evrópusambandið. Mér hryllir við svona tilhugsun. Ég sé aðra valkosti eins og að ganga í viðskiptasamband með Norðmönnum á miklu nánari hátt en við höfum hingað til gert. Nýtt "Kalmarunion" væri ekki alvitlaust. Það er sýnilegt að Bretar eru leiðir á Evrópusambandinu. Það er ljóst að með óheyrilega stóru fiskveiðisvæði þar sem Noregur, Ísland, Bretlandseyjar og Danmörk (Grænland & Færeyjar) myndu til samans skapa eina ákveðna fiskveiðistefnu, og styðja hvort annað í að skapa mótvægi við Evrópusambandið - væri ekki hreint út í hött!  :)   Allt annað en ESB!

Baldur Gautur Baldursson, 15.1.2009 kl. 11:29

3 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Baldur, óvitlaust.
Ég er á því að Evrópusambandsumræðan á Íslandi núna sé partur af leikfléttunni til að draga athygli okkar frá hruninu og ábyrgðinni, orsökum þess og afleiðingum og drepa á dreif hinu raunverulega viðfangsefni - að draga allt fram í ljósið sem á undan er gengið og hver staðan er í dag.
Til dæmis var málsókn gegn Bretum slegin af vegna þess að það kostar 200 milljónir að undirbúa slíkt. Hvað skyldu bara aðildarviðræðunar einar og sér kosta?
Allt tal um upplýsta aðildarumræðu og þjóðaratkvæðagreiðslu er hætt við að sé bara lýðskrum vegna þess að umræða hingað til hefur ekki verið á upplýstu plani.
Einhver handbendi tala um að þetta eigi ekki að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu heldur sé eðlilegast að Alþingi fjalli um málið og afgreiði það. Alþingi hefur tapað trúverðugleika sínum ekki síður en ríkisstjórnin vegna þess að umræða fer þar ekki fram heldur afhendir ríkisstjórnin tilbúin frumvörp sem fá sjálfsafgreiðslu í krafti meirihlutans.

Ég held að það séu engar forsendur fyrir Evrópusambandsaðildarumræðum einfaldlega vegna þess að hér fer ekki fram umræða yfirhöfuð.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 15.1.2009 kl. 17:37

4 identicon

Ég hugsa að það eina sem sjálfstæðið fær enn áorkað er það, að enn er einhverskonar stuðningur við byggðir á hjara veraldar. Ekki mikill, eftir að íslenskir auðjöfrar og útvegsbarónar tóku til sín fiskikvótann, en þó. Um leið og við göngum í ES þá verða það erlendir útvegsbarónar sem eignast kvótann, smám saman og gera við hann það sem þeir vilja. Eins og að senda erlend fiskveiðiskip sem landa í erlendum höfnum (í stað íslenskum). Þannig að hagræðingin sem fékkst af því að Samherji, Grandi og kó lögðu niður Stöðvarfjörð og hvað þeir nú allir heita, firðirnir sem lifðu af fiski, flytst smám saman á landið allt.

Grimsby can become Europe's Food Capital once again! Huzzah!

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband