Á blússandi fart

blússa 005comprEf það er eitthvað sem mér leiðist meira en að kaupa föt almennt þá er það að fara til þess á útsölur. Í ofanálag er innkaupastefna verslana og kauphegðun íslenskra kvenna með eindæmum. Búð úr búð sé ég bara svart, hvítt og rautt og inn á milli grámóskulega plómuliti og grábláa tóna. Þegar ég hef haft orð á þessu í gegnum árin er svarað að bragði að það komi fleiri litir með vorinu. Og viti menn, með vorskipunum koma gráar og beige flíkur í búðirnar.

Ég hef lengi átt eina, einfalda ósk - rjómahvíta blússu. "Off-white" hefur ekki borið fyrir mín augu síðustu árin nema flíkin sé annað hvort með alltof langar ermar, rykkingar á bringunni eða trekvart ermar. Ég lagði til atrennu eina ferðina enn í síðustu viku og játaði mig endanlega sigraða. Ég fór í Vogue til að sleikja sárin og keypti efni í blússu. 7 vinnustundum síðar er hún tilbúin. Það eru komin fjögur ár síðan ég saumaði blússu og ég verð að segja eins og er að brjóstvitið stirðnar ef það fær ekki stöðuga örvun. Ég þurfti þó ekki að rekja neitt upp þrátt fyrir að hafa varað heimilisfólkið við yfirvofandi formælingum þegar ég hóf verkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband