10.1.2009 | 10:55
Við höfum reynsluna!
Við höfum reynslu af undirboðum evrópskra starfsmannaleiga. Þá er hægt að borga lægri laun utan samningsbundinna launataxta stéttarfélaganna enda starfsmennirnir ekki einu sinni í íslenskum stéttarfélögum. Þeir borga ekki skatta til ríkisins af því að við borgum bara starfsmannaleigunni sem borgar svo launin í heimalandi starfsmannaleigunnar. Íslenskt regluverk hefur ekki enn tekið við sér þrátt fyrir sneypudóm réttarkerfisins og eigum við nú eftir að endurgreiða Impregilo staðgreiðslu launaskatts sem á endanum var greiddur til ríkisins eftir mikið stapp. Ég sé okkur í anda reyna að ná þeim peningum aftur inn í gegnum starfsmannaleiguna sem er löngu farin frá Kárahnúkum og leiguliðana sem þegar hafa verið sendir í enn aðra þrælkunarvinnuna.
Eins og fram kemur í fréttinni þá er lunginn úr ræstingafólki gamla Borgarspítalans frá útlöndum. Þetta fólk er í íslenskum stéttarfélögum og nýtur þeirrar lögverndar. Landspítalabáknið segist ætla að reyna að tryggja því vinnu áfram hjá starfsmannaleigunum. Er það bjarnargreiði?
„Það er ekkert heilagt“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Núna hafa þeir hnésparkað okkur svo meðan við engjumst í rennusteininum heldur leitin áfram að nýjum fórnarlömbum. Það eru léttari og léttari máltíðirnar hjá hinni ósýnilegu hönd auðmagnsins. Bráður fara þeir að glefsa í hvern annan þegar ekki verður meiri aumingjum að dreyfa.
Já gróðinn, hann fer sannarlega inn á bankareikninga á Cayman eyjum eða í Leichtenstein. Hvað veit maður!
Baldur Gautur Baldursson, 12.1.2009 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.