Án viðauka

Jólasmákökur húsbóndansÉg er komin heim, búin að leggja mig og fara í freyðibað. Og ef þið haldið að það gerist ekki betra þá get ég toppað þessa unun með því að eiginmaðurinn bauð mér upp úr heimabakaðar smákökur frá eigin hendi og unglingurinn hafði bakað amerískar súkkulaðibitasmákökuhlussur sem eru langtum betri en allar þær súkkulaðismákökur sem ég hef fengið í Ameríku sjálfri í haust. Þeim er ekki fisjað saman feðgunum.

Stund sannleikans rann svo upp eftir að ég fór á fætur eftir lúrinn. Baðvogin beið mín. Ég hef sannast sagna haft nokkrar áhyggjur af þyngdinni. Fötin þrengja nú meira að mér og það réttlætti spurningu sem ég fékk í haust um hvort ég mundi verða "nýnemi 10, 20 eða 30". Ég bað um skýringu. Þetta er þekkt menningarfyrirbæri um þyngdaraukningu nýnema í bandarískum háskólum.Súkkulaðibitasmákökur Elíasar Ég sagði verða "nýnemi 0". Það var flissað að þessari einfeldni minni og kannski hugsaði einhver að þarna væri enn einn útlendingurinn sem vissi ekkert um Ameríku. En á vigtina fór ég og nálin stóð á sama stað og í ágústmánuði. Geri aðrir betur. Skýringin hlýtur þá að liggja á bannsettum þurrkaranum úti. Ég hætti fljótlega að setja peysur og boli í þurrkarann því topparnir urðu allir of stuttir eftir þvottinn. En buxur hafa áfram fengið endurtekna eldskírn enda lítið um þvottasnúrur á stúdentagörðunum, mörgum til mikillar armæðu. Svo nú er bara að endurtaka leikinn frá undanförnum jólum - ekki gramm á lendar mínar - og halda svo áfram í amerísku aðhaldi þegar út verður farið í janúar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim, þú átt gull af karlmönnum, það er satt.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Hvílíkur fjársjóður!  Gott að vita af þér á Skerinu kalda  :)   Hafðu það sem best heima í góðum selskap saumavélarinnar þinnar, vina, hefða og sællífis.   :)    bestu kveðjur frá Stokkhólmi, b

Baldur Gautur Baldursson, 14.12.2008 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband