Enginn piparúði enn!

Það er orðið fréttnæmt að lögreglan hafi ekki enn beitt piparúða. Ég ætla rétt að vona að ungmennin séu óvopnuð. Það virðist vera nóg að hía á lögguna og þá lemur hún mann.
mbl.is Mikill viðbúnaður við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú munur á því að "hía" á lögregluna og ryðjast inn í alþingi íslendinga og setja allt í uppnám. Mér sýnist nú lögreglan vera furðu róleg þessar vikurnar. Man eftir að hafa séð fréttamyndir þar sem æstir unglingar eru að hrinda lögreglumönnum við störf án þess að þeir svo mikið sem blikni. Þeir mættu að mínum dómi fara að herða tökin, það er búið að hleypa ákveðnum hópi alltof langt. Hópi sem virðist vera að skemmta sér frekar en að koma einhverju á framfæri, sbr. unglingana sem sögðu "hey maður förum og slettum málningu á seðlabankann, löggan getur ekki gert jack shit!" "hey já maður geðveikt!"

Man heldur ekki eftir því að hafa séð lögregluna lemja einn eða neinn.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:08

2 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Það féll dómur í síðustu viku þar sem lögreglumaður var sakfelldur fyrir líkamsárás á pilt sem spurði hvort hann væri þroskaheftur. Það var tilvísunin mín. En ég tek undir með þér að ómálefnaleg skrílslæti eiga aldrei rétt á sér.

Hins vegar er öllum frjálst að setjast inn á áheyrendapallana og hlýta þar ákveðnum umgengnisreglum. Í málefnalegum andmælum mætti beitta borgaralegri óhlýðni og neita að fara þaðan.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 8.12.2008 kl. 16:15

3 identicon

Mér er ómögulegt að sjá hvernig fólk getur lagt þennan skilning í störf lögreglu. Fyrr það fyrsta þá er það starf lögreglu að halda upp lögum og reglu. Til þess að geta sinnt starfi sínu gegn óþjóðalýð, sem mætir grímuklætt til mótmæla, þarf hún valdbeitingartæki. Hlusti fólk ekki á tilmæli lögreglu hefur hún þann kost að beita piparúða. Piparúði er skaðlaus en mjög öfulgt valdbeitingartól. Hafi fólk almennt eitthvað á móti honum er hinn kosturinn í vopnabúri lögreglu, kylfan. - Nokkuð sem þætti ekki tiltöku mál víðast erlendis og furða ég mig á því að manneskja sem segir í námi við erlendan skóla skuli ekki sjá hvurskonar silkihönskum þetta lið er höndlað hér heima. Eigum við að ímynda okkur hvað myndi gerast ef hópur grímuklæddra manna réðist á þingverði í USA?

Pétur Marel Gestsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:17

4 identicon

Ólöf Ingibjörg orðalag þitt um ísl. lögreglu finst mér ekki sæma meistaranema í guðfræði. En þú ert að vísu greinilega að nema í bandaríkjunum og þar lærir þú kanski annað um lögregluna.

Ég er hjartanlega sammála athugasemd þinni Þórður Ingi.

Edda Jónasdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:20

5 identicon

Ég hef heldur ekki orðið var við mikið lögregluofbeldi síður en svo.

Við erum aftur á móti svo vitlaus að ef DV ofl. sem eru undir stjórn geðsjúklingsins Jóns Ásgeirs ljúga nógu oft fre´ttum um viðbúnað lögreglu þá förum við að trúa því.

ingi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:20

6 identicon

Lýður.

Það á að rasskella þennan lýð, múgæsingur fámenns hóps vinstri manna, anarkirsta hafa æst fámennan hóp ungmenna í að fremja svona fáránlegan gjörning.  Hvar eru foreldrar þessa vandræðagemsa?  Taka hart á þeim

Baldur (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:23

7 identicon

Já og líka sammála þér Pétur Marel. Ég var ekki búin að sjá þína athugas. þegar mín fór.

En mér sýnist Ólöf að þú hafir aðeins dregið í land.

Edda Jónasdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:28

8 identicon

Eruð þið semsagt að segj að þið viljið að lögreglan lemji fólk til hlíðni í friðsamlegum mótmælum. Frammíköll hafa hingað til ekki talist til óeyrða frekar friðsamlegra mótmæla.

Íslendingar hvernig er nú eiginlega komið fyrir okkur? Fyrst látum við misnota okkur svívirðilega af fáum auðmönnum og stjórnmálamönnum sem létu þá hafa vopnin til þess. Í ofanálag þá látum við okkur hafa það að sömu aðilar sitji við stjórn í endurreisn landisn. Sömu mennn sitja í bankastjórastólum og sömu menn eru að kaupa upp fyrirtækin fyrir slikk sem eru að fara á hausinn út af ástandinu.

Í kaupauka þurfujm við að þola það að heyra fólk eins og ykkur sem hér hafa tjáð sig, sætta ykkur við og tala niður þegar fólk rís upp og mótmælir.

Það kallast líðræði þegar fólkið í landinu fær að ráða. Einræði þegar fólk er beitt valdi og það eruð þið semsagt að samþykkja með skrifum ykkar.

Hanna (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:29

9 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Ég hef ekkert dregið í land og frábið íslensku þjóðinni alla ameríska löggustæla. Vona af heilu hjarta að löggan fái ekki rafbyssur líka.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 8.12.2008 kl. 16:33

10 Smámynd: Sigurður Hrellir

Athugasemdir hér bera ekki vott um minnsta skilning á ástandinu. Það er óskhyggja og/eða ósannindi að hér sé fámennur hópur vinstri manna á ferð. Það nægir að líta til Grikklands til að sjá hvað er í vændum ef þessi ábyrgðarlausa og trausti rúna ríkisstjórn neitar að fara frá völdum. Að kalla mótmælendur lýð eða skríl segir mest um þann sem þannig tekur til orða. Allir eiga að vera jafnir fyrir lögum og þeir sem náð hafa 18 ára aldri eru fullgildir þjóðfélagsþegnar.

Hér ganga fjárglæframenn og landráðamenn lausir á meðan að lögreglan handtekur mótmælendur. Um áramótin taka svo gildi ný lög sem veita mun víðtækari handtökuheimildir, t.d. tímabundið án nokkurrar ástæðu. Hins vegar má ekki hreyfa við þessum siðblindu peningamönnum sem settu allt landið á hausinn.

Sigurður Hrellir, 8.12.2008 kl. 16:40

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú talar hér fyrir okkur báða Sigurður H.

Ég var ekki staddur á Austurvelli s.l. laugardag en sá fréttir þaðan í sjónvarpi. Þegar ég sá og heyrði þar stutt viðtal við góðvin minn brá mér nokkuð. Þann mann hugði ég að ég myndi síðastan af öllum sjá standa á mótmælafundi. Ég held að fólk ætti að hugsa sig verulega um áður en það kallar mótmælendur skríl. Það er nefnilega svo komið að nú eru það ekki aðrir en heilaþvegnir flokkadindlar sem reyna að bera blak af þessum aulum sem eru svo upphafnir af sjálsánægju að þeir neita að yfirgefa þann bl...... sem þeir bera fulla ábyrgð á.

Árni Gunnarsson, 8.12.2008 kl. 17:30

12 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Hanna, Sigurður og Árni, ég þakka ykkur fyrir að hafa veruleikann í fyrirrúmi. Ég hlakka til að geta loksins komist á Austuvöll um miðjan mánuðinn og vona bara að úrtöluliðinu takist ekki að drepa þennan dug landans í dróma. Ég vona líka að okkur óráðsíualmúganum sem höfum víst komið landinu á vonarvöl með flatskjárbruðli okkar takist að koma vitinu fyrir ráðamenn og ráðdeildarsemi í meirihluta á þinginu. Ef það eru skrílslæti þá vil ég svo sannarlega vera með í því.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 8.12.2008 kl. 23:19

13 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Góðan dag!  Ég er nú á þeirri skoðun að hvorki lögreglumenn eða ungdómar í dag séu neitt sérstaklega uppsigað við hvora aðra. Hér er heldur ekki á ferðinni neinn sérstök pólitísk grúppa á ferðinni. Ég lít svo á, séð úr fjarska, að viðbrögð fólksins í samfélaginu eigi skýringu sína í ólgunni í samfélaginu, vanlíðaninni og svo óöryggi fólksins. Unga fólkið er eins og barómeter á hvað er að gerast. Það er næmara fyrir geðsveiflum og sýna oft viðbrögð sem við skiljum svo vel, en geta farið hressilega úr böndunum.  Viðbrögð lögreglu hafa verið svolítið á þá vegu að fólki finnst löggan "standa með óréttvísinni", verja þau hús og stofnanir sem hafa beitt okkur fólkið órétti.

Mér finnst kveikiþráðurinn vera helst styttri hjá lögreglunni, en líklega eru það þau dæmi sem koma í fjölmiðlum, því þannig er fréttamennskan. Sjaldan fjallað um það sem er jákvætt.  Fjölmiðlar "mega" heldur ekki fjalla neikvætt um stjórnvöld og þá sem beittu okkur óréttvísinni.  Þannig er það!   Fjölmiðlar hafa EKKI staðið sig í stykkinu og hef ég gersamlega glatað trausti mínu til þeirra.

Baldur Gautur Baldursson, 9.12.2008 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband