8.12.2008 | 15:12
Handabaksaðferðir
Einkennilegt verklag hér á bæ! Um helgina var komið á 24 stunda kyrrð á stúdentagörðunum þar sem nú er lokavika og stendur kyrrðin fram á hádegi næsta föstudag. Um leið var tilkynnt að á mánudagsmorgni hæfust viðgerðir á einu karlasalernanna í húsinu mínu (með tilheyrandi múrbroti sem nú stendur sem hæst). Einnig á að hefjast utanhússviðgerð undir gangstétt fyrir framan húsin okkar þar sem gufulögn lekur. Þar verða sjálfsagt notaðar vinnuvélar og önnur hávaðatól. Og ekki bætir úr skák að fengið var fólk í að mála eldhúsið hér á ganginum mínum og hófst sú vinna klukkan sjö í morgun. Hér fékk enginn að lúra og nú er enginn friður til að læra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.