Essið mitt

Consumed - sýnishornÁ borðinu liggur heimfærð guðfræði í vinnslu, textílverk sem er mín framsetning á guðfræði sköpunargáfunnar. Með þessu skila ég nokkurra síðna ritgerð. Hún er næstum tilbúin en veggteppið verður að bíða fullnustu sinnar þangað til ég kem heim því saumavélin mín hér úti getur ekki stungið. Í gær tókst mér að kaupa aðra vél, notaða, sem lofar mjög svo góðu en vegna annarloka verður það að bíða fram á nýárið að kanna burði hennar, kosti og galla.

Titill verksins er "Consumed" og byggir á kraftaverkasögunni um smábrauðin og fiskana. Til hliðar er myndbrot af verkinu. Þetta er áhugavert viðfangsefni vegna þess að það er unnið á sálgæslunámskeiði en ekki listanámskeiði. Bak við þetta er langtum meiri vinna en að skrifa ritgerðir og taka próf auk þess sem þetta reynir á fleiri skilvit en rökhugsun og minni. Það skyldi enginn halda að fólk sleppi eitthvað léttar frá slíku vinnuframlagi. Ég skal alveg gangast við því að þarna er ég í essinu mínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband