28.11.2008 | 19:32
Samúðarkveðja
Andlát starfsmanns verslunarkeðjunnar Wal-Mart gefur viðurnefni þessa dags, Svartur föstudagur, nýja merkingu. Þetta er skelfilegt.
Ég hef ekkert erindi átt á útsölur en hef heyrt slíkar frásagnir að mér var ljóst að maður færi þangað ekki til að sýna sig og sjá aðra. Föstudagsútsölurnar eru fyrir þá forföllnu. En þetta er líka tækifærið sem illa statt fólk sér til verða sér úti um það sem hingað til hefur verið látið vanta.
Nú ætla ég í kyrrðargöngu til kaupmannsins á horninu og kaupa mjólkurlítra.
Æstur múgur varð starfsmanni Wal-Mart að bana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Græðgin hefur enginn takmörk.
Heidi Strand, 28.11.2008 kl. 19:54
já einmitt græðgi. Flestar verslanir opnuðu kl.7 á "Black Friday" enn aðrar opnuðu dyrnar kl.4 um morguninn og svo voru afsláttarmall sem opnuðu á miðnætti og voru opin alla nóttina og fram til kl 10 á föstudagskvöldið. 'Eg vona svo innilega að þetta eigi aldrei eftir að verða svona heima á Íslandi.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 30.11.2008 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.