26.11.2008 | 02:44
Allt mitt á þurru
Sjávarlífssafnið í Baltimore var áfangastaður okkar Wendy í dag. Það voru margir skólakrakkar þarna og mikill hávaði þeim samfara. Hrifningin leyndi sér ekki, sérstaklega þegar um var að ræða baneitraða froska frá Amazon, alligatora frá Ástralíu og leðurblökurnar sem hengu uppi við rjáfur. Þetta voru heldur betur stórar leðurblökur. Og jú, þarna voru líka sjávardýr. Það er var ekki auðvelt að taka myndir þarna en skemmtilegasta myndin er af gluggaþvottamanninum í bakgrunni höfrunasýningarinnar. Mér datt í hug að þetta væri veruleikaútgáfan af Spiderman. Við héldum okkur utan við skvettugeira höfrunganna en gusurnar gengu langar leiðir við mikinn fögnuð krakkanna. Myndin af mér er við mýrarlífsbúrið. Ég var mjög hrifin af sæanimónum (líta út eins og blóm) og sæhestum hér fyrir neðan. Loks tókst mér að finna Nemo.
Athugasemdir
Og þú gleymdir alveg að segja frá stærsta fisktanki safnsins sem meðfram gangstígnum sem nær frá efstuhæðinni og alveg niður á þá neðstu. Ég vona að þú hafir notið dagsins. Það er alltaf mjög mikið að gera þarna og eins og ég sagði við fyrri færslu þá er oft mjög erfitt að komast uppað tönkunum.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 26.11.2008 kl. 04:54
ó já, flottar myndir hjá þér.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 26.11.2008 kl. 04:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.