20.11.2008 | 13:32
Aura minna tal
Nú geta námsmenn aftur fariđ ađ millifćra fé frá Íslandi í gegnum heimabanka. Ég sendi fyrstu greiđsluna eftir bankahruniđ í gegn áđan. Mig svíđur illilega undan gengisfallinu. Ég keypti 500 dollara sem í dag munu kosta kr. 70.500. Í september kostađi sama upphćđ mig kr. 55.000. Krónan á víst af fara í frjálst fall og ég hlakka ekki til ađ reyna ađ borga skólagjöldin mín í janúar. Ég veit ekki hvernig framfćrslan á ađ ganga út önnina ţví ég verđ ađ taka af framfćrsluláninu frá LÍN til ađ ná upp í skólagjöldin. Bókakostnađurinn gengur líka langt á framfćrslulániđ ţví bókakaupalániđ dugar engan vegin fyrir námsefninu.
Ţađ er ekki um neina námsstyrki fyrir mig ađ rćđa viđ Wesley Theological Seminary vegna ţess ađ ég er ekki međlimur í kirkju meţódista, er ekki frá spćnskumćlandi landi né blökkukona. Ég hef ekki íslenska námsstyrki. Mikiđ vildi ég ađ Ţjóđkirkjan sći sóma sinn í ađ halda úti námsstyrkjum til guđfrćđináms. Ţađ er hennar hagur ađ hafa vel menntađ fólk á sínum snćrum og eykur gćđi starfs hennar međ landsmönnum. Ţađ er líka mikilvćgt fyrir dýpt og breidd guđfrćđiiđkunar á Íslandi ađ fólk haldi utan til náms.
Í gćr innritađi ég mig á námskeiđ viđ American University. Ţetta er međ stćrri háskólum í Washington DC og einkar ţćgilegt ţví hann er bara í "nćsta húsi". Ég ćtla ađ taka listasögu á meistarastigi ţó ég hafi tekiđ hana í grunnnáminu viđ HÍ. Góđ vísa verđur aldrei of oft kveđin.
Myndin af mér var tekin ţegar ég sótti tónleika í listamiđstöđ/listaskóla American University um helgina. Ţar var flutt verk úr óperu eftir Rossini, saxófónverk eftir Erland von Koch, og svo Exodus eftir Händel. Tónleikarnir voru frábćrir í alla stađi og alveg yndislegt ađ geta sótt slíka viđburđi í bakgarđinu.
Athugasemdir
Besta Ólöf! Ég skil ţig 100% Ég er ađ berjast viđ ađ láta enda ná saman. Sel gamlar skólabćkur, vinn eins og ţrćll og er ađ sligast undan reikningum og slíku. Ţegar ég kom til Svíţjóđar haustiđ 2004 var gengi íslensku krónunnar (ISK) í betra jafnvćgi mót sćnsku krónunni (SEK):
2004: 1 SEK = 8 ISK
2008: 1 SEK = 17.30 ISK
Ţetta er okkur námsmönnum ekki bćtt upp. Ég er búinn ađ skrifa til yfirvalda og til LÍN en án allra svara. 5 Íslendingar hafa hćtt námi hér nćrri mér og tveir af ţessum höfđu sett sig í skuldir til ađ geta greitt leigu, skólabćkur og mat!
Baldur Gautur Baldursson, 21.11.2008 kl. 10:41
Mikiđ er ég sammála ţér ađ kirkjan ćtti ađ vera međ styrki tl náms, enda mćtti ćtla ađ góđ menntun guđfrćđinga vćri hagur kirkjunnar ! Gangi ţér vel !
Sunna Dóra Möller, 21.11.2008 kl. 20:34
Hugsa til ykkar Snorra - ţetta er ekki gott. Gangi ţér vel.
Carlos Ferrer (IP-tala skráđ) 21.11.2008 kl. 20:53
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.