20.11.2008 | 01:53
Útvarpshlustandinn
Mikið afspyrnu þreytandi er að hlusta á útvarpið hérna. Ég er með stöð sem hefur ágætis lagaval en síbyljan þess á milli er ótrúleg. Ef það eru ekki auglýsingar með tileyrandi tilgerð þá er það símtal við hlustanda sem gengur út á hvaðan sé hringt og hvernig hann/hún hafi það sem samkvæmt venju á bara að vera "fínt, þakka þér fyrir" og þá kveður kynnirinn með orðunum "þakka þér fyrir að hringja, mikið var það nú frábært, hafðu það alveg rosalega gott." Undir þessu paufast ég við að skrifa ritgerð um leiklist milli þess sem ég finn mér gríðarlega mikilvægt droll til frekari tafa á verkinu og truflunar á einbeitingu.
Athugasemdir
Ég er svo gamall að ég man eftir kanaútvarpinu. Bara "útvarpsraddirnar" þeirra væktu óhug. Þetta voru svona burreyktar, niður whiskeydrukknar testosteronraddir sem höfðu ekkert að segja fyrir utan nákvæmlega það sem þú sagðir "Halló, hvað segist?" Jú bara allt fínt, gaman að hlusta á ykkur." "Hvaðan hringir þú og hvað heitir þú?" ... nafn upp gefið og vinnustaður. "Svalt, takk fyrir að þú hringdir og hafðu fínan dag." Enginn sagði meira og enginn bjóst við að segja meira. Svooooo innihaldslaust!
Þessi töfraþula situr eftir í mínum beinum sem óværa af einhverju tagi!
+ ég hata countrytónlist
Baldur Gautur Baldursson, 20.11.2008 kl. 08:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.