18.11.2008 | 21:55
Meiri snjó, meir snjó, meiri snjó
Ég sá fyrstu snjókornin í dag út á milli gluggatjaldanna í síðustu kennslustund útlendingaherdeildarinnar. Bekkjarsystir mín frá Indlandi átti erfitt með að hemja sig og sitja kyrr. Ég held að hún hefði viljað hlaupa út þessar 60 sekúndur sem snjókoman stóð yfir. Snjórinn hvarf líka jafn hratt og hann kom. Þessi sérstæða mynd af snjókorni, séð frá hlið, og fleiri eru af vefsíðunni SnowCrystals.com . Þar er ýmis fróðleikur um snjókorn og einstakar myndir.
Nú er að byrja að rökkva úti og á milli nakinna greina trjánna sé ég litablöndu síðdegishimins vetrarins í fölbláum og fölbleikum, lagskiptum röndum ofan við ljósgrábláan skýjabakka. Ég er fegin að glugginn minn snýr í norðvestur þegar mest er að sjá á þeim hluta himinhvolfsins. Kvöldhúmið og sólarlagið eru oft stórfengtlegt sjónarspil.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.