18.11.2008 | 04:26
Þytur í laufi
Það er von á næturfrosti í nótt og jafnvel örlítilli snjókomu. Þó eru engar líkur á að þann snjó festi. Mér finnst það samt spennandi tilhugsun að hér fari að koma vetur. Fyrir mér er búið að vera langt sumar síðan í ágúst því oft hefur tíðarfarið í haust verið á við meðalsumar og gott betur á Fróni. Ég hef tekið myndir af útsýninu mínu út um herbergisgluggann minn og þannig skráð niður breytingar á flórunni. Fyrsta myndin var tekin í seinni hluta ágúst, sú næsta í fyrstu viku nóvember og sú þriðja í gær. Ég hef satt að segja verið nokkuð spennt fyrir því að sjá hvernig trén líta út undir öllu þessu laufskrúði.
Hér má fylgjast með veðurspánni fyrir mitt póstnúmer
Athugasemdir
Það sést bara til himins þegar laufið er farið.
Snorri Halldórsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.