16.11.2008 | 03:22
Bræðrabönd og systrastrengir
Mér rennur í grun að Leifur hinn heppni hafi sannarlega verið heppinn og dreift sæði sínu um lendur Norður Ameríku forðum daga. Þessi viðhorf gætu verið ættarfylgja. Mér sýnast niðurstöður Sumarliða vera hinar sömu og kennslubókarhöfundur nokkur heldur fram um Bandaríkjamenn.
"Americans generally believe that theirs is a superior country, probably the greatest country in the world" (Gary Althens, American Ways. Yarmouth: Intercultural Press Inc., 2003, xxix).
Althens heldur áfram:
"Foreigners [...) tend to be perceived as underdeveloped Americans" (Ibid, xxx).
Skyldi sjálfsmynd bandarísku þjóðarinnar hafa einkennst af sjálfshóli og yfirburðarhyggju um aldamótin 2000 sem stafi af vanmáttarkennd og nagandi efa um eigin getu? Það er kannski kominn tími á þjóðaruppgjör hér vestan hafs líka.
Í einlægum ættjarðaranda fór ég á jólabasar Íslendingafélags Washington DC. Þetta er 40 ára gamalt félag og ræddi ég við nokkrar konur sem hafa búið hér allt frá seinna stríði. Það var ofur krúttlegt að sjá íslenskan varning á boðstólum. Ég var á toppi tilverunnar þegar ég gæddi mér á rjómapönnuköku og smurbrauði með hangikjöti. Heim fór ég með klump af íslensku rúgbrauði og Síríus rjómasúkkulaði. Einum seljendanna hafði tekist að komast yfir fjóra pakka af mjólkurkexi og þeir voru keyptir á einu bretti fyrir opnun. Það er kannski eins gott því annars hefði sennilega verið slegist um þá eins og í réttunum. Eiginlega vantaði réttarstemminguna með söng og brennivínstári. Það hefur kannski brostið á með söng eftir að ég fór. Ég á þorrablótið eftir og þá er aldrei að vita hvernig fer því römm er sú taug...
Nokkrar myndir frá basarnum og af mér og Ernu bloggvinkonu:
Sjálfsmyndin lítið breyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gaman að sjá vöruúrvalið á myndunum. Meira að segja Prins Póló. Hvað gerur verið íslenskara?
Snorri
Snorri Halldórsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 12:42
Alltaf gaman að fara á jóla basaarinn þó að vöruvalið hafi verið með minna móti í ár. Já þetta með sönginn það ætti endilega að taka það til íhugunar. Hefði gjarnan mátt spila skemmtilega snældu með Ríó Tríó. Gaman að sjá þig Ólöf.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 17.11.2008 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.