Bókaormar

Bókasafnið hér í Wesló er ágætt á mælikvarða lítil guðfræðiskóla en við höfum einnig aðgang að bókasöfnum annarra guðfræðistofnana auk bókasafns American University. Það er eins og að lenda í tímavél að koma inn á bókasafnið. Þetta er hálfrar aldar gömul bygging og sömu húsgögnin eru þar enn og þegar opnað var. Ég þarf endilega að fara með myndavélina þangað út. Þar eru nokkrir afar fallegir stólar. Það læra fáir þar inni því það fer alls staðar jafn illa um mann. Fagurfræði og þægindi virðast ekki alltaf fara saman.

Ég er að viða að mér heimildum til að setja niður í ritgerð um mína eigin guðfræði sköpunargáfunnar (e. creativity) og fann svo áhugaverðar tilvitnanir í námsbók á öðru námskeiði að ég fór á stúfana og fann frumheimildirnar. Það er nú nokkuð annað en heima á Fróni þar sem ég þurfti oft að paufast við að vísa í einhvern annan sem sagði að hinn hefði sagt það. Ein bókin var í álmu nýrri bóka. Þegar ég kom þangað langaði mig ekki aftur heim - eitt augnablik. Mig langaði bara að sópa bókum niður á gólf, setjast í hrúguna og lesa. Ég sá svo spennandi bækur að hið hálfa væri nóg. Er virkilega hægt að missa sig yfir guðfræðibókum?

Leirlist í sendiráði Nýja Sjálands, Washington DCNúna sit ég með ritsafnið "The Postmodern God" til að lesa ritgerðina "Liturgy and Kenosis" eftir Jean-Yves Lacoste úr bók hans "Expérience et Absolu". Svo ætla ég að glugga í "The Size of God" um guðfræði Bernard Loomer. Síðan ætlaði að taka "Care of Souls and the Classic Tradition" en sit uppi með vitlausa bók, "Contemporary Theology and Psychotherapy", báðar eftir Thomas C. Oden. Sennilega hef ég gripið bókina við hliðina á þeirri sem ég ætlaði að taka. Það er svolítið forvitnilegt að glugga í hálfrar aldar gamalt efni með yfirskriftinni samtíma-eitthvað. Fjórða bókin í fanginu á mér er ritsafnið "Spiritual Direction and Care of Souls".

Ég slæ svo botninn í þetta með ljósmyndinni. Þetta er leirlistaverk sem hangir uppi í anddyri sendiráðs Nýja Sjálands. Burkninn er mikið notaður sem tákn um nývöxt og sést jafnt í nýrri list sem og eldri frá landinu. Við útlendingarnir fórum íí vettvangsferð sendiráðið og var tekið vel á móti okkur þar. Yfirlýst stefna Nýja Sjálands er að fá innflytjendur sem búa yfir ákveðinni þekkingu og kunnáttu sem mig undar ekki að þeir hafi viljað fá fólk í landkynningu til að láta þetta berast. Önnur sendiráð sem skólinn hafði samband við ýmist synjuðu beiðninni eða svöruðu ekki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Hann burkninn þarna lítur út sem hirðisstafur allra alvöru biskupa!

Baldur Gautur Baldursson, 15.11.2008 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband