Bizzarre Bazaar

Amerísk þægindiÍ morgun fór ég á kirkjubasar í næstu götu í þeirri von að komast yfir pott. Ég hafði ekki erindi sem erfiði en keypti þess í stað upphækkun fyrir rúm. Einkennileg skipti það. Þetta var mjög stór basar og kenndi þar ýmissa grasa eins og títt er um slíkt framtak. Þar rakst ég á þessa séramerísku vöru: rekkjubakstoð með höfuðpúða og innbyggðum yljara og nuddi ásamt leslampa, bollahöldu og vasa fyrir sjónvarpsdagskrá og fjarstýringu. Ég spurði fylgdarkonu mína hvort fólk keypti virkilega svona lagað. Hún var á því að þetta gæti hafa selst í þúsundum eintaka. Ætli þetta hafi verið fótanuddstækisígildi einhver jólin? Þegar við svo förum framhjá gjaldkeranum við útganginn var þar kona sem var búin að taka bakstoðina og sagðist kaupa þetta handa syni sínum. Ég er á því að annað hvort er sonurinn orðinn dauðleiður á afskiptasemi móður sinnar eða að hann er algjör sófakartafla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Þetta er hrikalega amerískt!  Sófakartöflurnar hljóta að djúpsteikjast í þessum sófapottum hæginda og kransæðakíttis!   :)   Þeir eru sjálfum sér verstir blessaðir Kanarnir. 

Baldur Gautur Baldursson, 8.11.2008 kl. 18:30

2 identicon

Rosalega er þetta áhugavert apparat! Ódýrara en hækkanlegt rúm, geri ég ráð fyrir, og algerlega þæginlegt. Keyptirðu eintak?

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 15:24

3 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Nei, ég er ekki konan sem keypti þetta handa syni sínum.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 9.11.2008 kl. 15:28

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 23:19

5 Smámynd: Heidi Strand

Eina sem hækkar þessa daganna eru vextir, börn og rúmið hennar Ólafar.

Heidi Strand, 14.11.2008 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband