Helgireitur þjóðar

Heimili George Washington, fyrsta forseta lýðveldisins, að Mount Vernon í Virginiu er helgur staður í huga Bandaríkjamanna. Þar varði ég deginum enda veðrið með eindæmum gott. Hitinn slagaði í 20 stig og ekki bærðist hár á höfði. Þegar ég kom að landareigninni var rúturöðin lengri en svo að ég sæi fyrir endann á henni svo það runnu á mig tvær grímur, hvort betur hefði verið heima setið en af stað farið. En það fór lítið fyrir fólki þegar inn fyrir girðingar var komið svo ég átti létt með að skoða mig um.

Við Mt. VernonÞað hefur mikið verið lagt í þennan stað. Hópur kvenna, keypti eignina af Washington fjölskyldunni um miðja 19. öld sem gat ekki lengur staðið undir henni en hafði þráast við að selja hana kaupsýslumönnum og fasteignabröskurum. Skilyrðin voru að setrið yrði sögulegt minnismerki. Þessu gegndu kvennasamtökin "Mount Vernon Ladies' Association", fyrsta kvenfélagið á landsvísu, undir forystu Ann Pamela Cunningham. Kvennahópurinn mátti leggja sig allan fram um að bægja hersveitum beggja fylkinga í borgarastyrjöldinni frá staðnum. Stefnuskrá félagsins heitir á félagskonur að "láta ekki vanvirðandi hendur breyta því, né láta skemmdarvarga vanhelga það með fingrum framþróunar." Um miðja 20. öld tókst kvenfélaginu að kaupa upp landssvæði handan árinnar til að tryggja óbreytt útsýni yfir Potomac ána. Eitthvað finnst mér þessi brýning við hæfi í dag og hefðu kvenfélögin á Íslandi sem best getað blásið nýju lífi í verkefni sín.

Mér varð hugsað til Hrafnseyrar við Arnarfjörð, menningarsögu Íslendinga og varðveislu okkar arfs til framtíðar.

Í þrælahúsi á Mt. Vernon


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Átti þarna leið um fyrir nokkrum árum.   Afar athyglisverður sögustaður, sem allir ættu að skoða.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 8.11.2008 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband