Kristshús

Fataflokkun í Christ HouseHeimilislausir í Bandaríkjunum eru flestir í Washington borg, höfuðborg landsins og stjórnarsetri. Annað hvert barn í borginni á á hættu að líða hungur og þriðjungur eldri borgara. Fimmtungur borgarbúa lifa við fátæktarmörk eða neðan þeirra sem er nærri tvöfalt landsmeðaltal og þriðja hæsta fátæktartíðni í landinu. Hér er hæsta tíðni fátæktar meðal barna í Bandaríkjunum. Í hverfum hinna tekjulægri er minni aðgangur að matvöru því matvörubúðir eru mun færri. Ríflega 20% lágtekjufólks teljast haldin offitu. Hornsjoppur sem selja takmarkað eða ekkert kjöt og landbúnaðarvörur eru aðal matarbúðirnar.

Útlendingadeildin mín fór í vettvangsferð í dag. Við heimsóttum Christ House sem veitir heimilislausum grunnheilsugæslu og rekur hjúkrunardeild fyrir allt að 35 karla. Starfsemin býður líka upp á áfangaheimili og varanlega búsetu með atvinnu fyrir einhleypa karla. Einnig geta heimilislausir komist  reglulega í sturtu. Margir þeirra sem starfa þarna hafa áður verið skjólstæðingar Christ House. Eftir kynningu á stofnuninni fengum við það verkefni að flokka yfirhafnir sem borist höfðu og þurfa að fara í dreifingu vegna vaxandi kulda. Við vorum fljót að því enda ekki mikið magn. Ekki voru þetta nú veglegar vetrarflíkur. Ég hugsaði með þakklætis til íslensku lopapeysunnar sem ég var í.Wesley nemar við Christ House

Mín lúxusvandamál þessa dagana er að ofninn minn hitnar lítið. Kerfið var sett í gang í gær og þá var tappað lofti af öllum ofnum. Núna rétt áðan var um það bil hlandvolgur ylur á ofninum. Skrifstofubyggingin hitnar á tveimur hæðum af þremur. Starfsmaður á einni skrifstofunni mætti með svefnpoka í morgun og sat í honum við vinnuna í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2008 kl. 15:05

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Þekki vandamálið. Hérna er farið að kólna í Stokkhólmi. Ofnakerfið er keyrt á kvöldin og á nóttunni.  Ég keypti mér ofnalykil, svona til að geta tappað af loftinu.  Það heyrðist fzzzzzz....  í 15 mín og svo byrjaði að koma vatn. Þá skrúfaði ég fyrir og setti lopapeysuna mína inn í skáp.  3 tímum síðar var ég kominn í lopapeysuna aftur, í ullasokka og undir teppi.  Fékk svo að vita í dag hjá granna sem búið hefur hér í 2 ár, að þetta verði ekki heitara en "volgt".  

Baldur Gautur Baldursson, 23.10.2008 kl. 07:54

3 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Setti myndir inn á færsluna. Stundum er gefst ég upp á því að reyna það því tengingin er svo hæg.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 23.10.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband