17.10.2008 | 22:26
Súpueldhús og gistiskýli
Í kjölfar efnahagsófaranna hefur verið tekin upp ný stefna í utanríkismálum. Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi nú síðdegis að breyta sendiráðum sínum í þjónustuver þar sem Íslendingar í nauðum staddir á erlendri grundu geta fengið upplýsingar um næsta súpueldhús eða gistiskýli. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki tök á að greiða útlagðan kostnað Íslendinganna við að komast á þessa staði því risnukostnaður er allur uppurinn vegna fjárútláta við kosningabaráttu um sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Utanríkisráðuneytið treystir sér ekki til að upplýsa um nánari tilhögun á starfssemi þjónustuveranna þar sem ekki hefur enn náðst samband við alla sendifulltrúa til að tilkynna þeim um breytta starfshætti.
Brugðist við vanda Íslendinga erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.