12.10.2008 | 13:36
Aftur í villtra vestrið
Þá er ég komin aftur vestur, búin að sofa, vakna, borða og farin að velta því fyrir mér hvenær ég ætti að leggja mig aftur. Farangurinn minn var tekinn fyrir í tollinum og ég spurð í þaula hvort ég væri með evrur. Einnig var flett ítarlega í gegnum geisladiskaveskið mitt með "Little Britain" og ég spurð hvað þetta væri. Ætli ameríska útgáfan hefði verið gerð upptæk ef hún hefði verið í farteski mínu? Meðan ég man, ég þarf að fara og kaupa einhvern mat. Kannski gott að minna sig á aðhaldið. Eða er þetta brot minnst um mat?
Athugasemdir
Ég er búinn að hlæja svo hrikalega mikið af þessu vídeoklippi frá Little Britain að mér er illt í maganum. :)
Baldur Gautur Baldursson, 13.10.2008 kl. 18:01
Little Britain er góður.!
Ólöf villtra vestrið er hér í norðurhöfum. Dabbi og Geiri eru komnir með lífvörðum.Ef þetta ástand varir, verður nóg um atvinnu og Bjössi glaður.
Heidi Strand, 13.10.2008 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.