15.9.2008 | 02:58
9/11 Unity Walk
Einingarganga 11. september, "9/11 Unity Walk", fór fram í Washington DC í dag. Til hennar var fyrst efnt árið 2005 og ári síðar bættist New York við. Hér í DC er gengið eftir götu sem í daglegu tali er nefnd "Embassy Row" og í New York er farið um fjármálahverfið í kringum "Ground Zero". Allir trúarsöfnuðir sem hafa aðsetur við gönguleiðirnar hafa sameinast um framkvæmdina og taka á móti göngufólki með vatni, veitingum og velfarnaðaróskum. Tilgangurinn er einfaldur og skýr: að tengja fólk með skilningi og virðingu í garð hvers annars.
Ég slóst í hópinn og hlýddi m.a. á Arun Gandhi, barnabarn Mahatma Gandhi, og Mpho Tutu, dóttur Desmond Tutu. Mpho Tutu er nú í forseti göngunefndarinnar. Skipulagning göngunnar er mikil vogun og trúarhóparnir sýna fram á vilja sinn með ýmsu móti. Til dæmis var frátekinn salur fyrir bænahald múslima í samkunduhúsi gyðinga, hinu stærsta í borginni þar sem gangan hófst, enda stendur Ramadan mánuðurinn yfir. Inni í almenna samkundusalnum fór svo fram bænakall múslima í inngangi að dagskrá göngunnar.
Hér fylgja nokkar myndir og er skólafélagar mínir á þeirri síðustu.
Athugasemdir
Þetta er athyglisverð samstaða ólíkra trúarhópa.
Snorri Halldórsson (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.