2+2=4

Einstein að ullaÞað er ekki eðlilegt hvað fólk getur verið fyndið án þess að vita það.

Sú saga gengur innan guðfræðideildar Háskóla Íslands að aðrar deildir segi að fólk læri guðfræði af því það sé glatað í stærðfræði. Ég er á þveröfugu máli og segi að séð fólk glatað í stærðfræði þá ráði það ekki við guðfræðina. Þessu til staðfestingar hef ég setið við að reikna út skapalón fyrir kirkjulistaverk í yfirstærð og er byrjuð að teikna formin upp. Það hefði ekki verið vinnandi vegur fyrir guðfræðinema sem er glataður í stærðfræði.Skapalón

Nema hvað, mig vantaði stóra reglustiku sem ég hafði fengið lánsloforð um frá listamiðstöðinni og fór í morgun að sækja gripinn. Var þá aðeins við skólafélagi minn, guðfræðinemi í hlutastarfi á skrifstofunni. Í leiðinni sýndi ég honum sirkil og spurði hvort hann gæti sagt mér hvað þetta héti á ensku. Hann glennti upp augun, blés þungan og sagði: "Ég veit það ekki, ég var glataður í stærðfræði."

Hér til hægri getur að líta fyrsta áfanga, einn áttunda úr hring sem er tveir metrar í þvermál - án þess að hafa risa sirkil 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Ja hérna. Ég sem hef ekki vogað mér í Guðfræði af ótta við latínu og grísku.

En ég var að klukka þig. Kíktu á mína síðu, ef þú vilt taka þátt.

Njóttu námsins og lífsins í útlandinu. 

Laufey B Waage, 12.9.2008 kl. 20:16

2 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Þú ert nú meiri snillinn

Gangi þér vel

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 13.9.2008 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband